Körfubolti

ÍR með sannfærandi sigur á Haukum

Breiðhyltingar unnu fyrsta sigur tímabilsins í Dominos-deild karla í kvöld þegar þeir fóru í Hafnarfjörð og kafsigldu Hauka strax á fyrstu mínútum leiksins í 84-66 sigri

Sigurður Gunnar hrifsar niður frákast undir körfu Haukanna í kvöld, Haukar áttu engin svör við leik hans. Fréttablaðið/Sigtryggur ari

Breiðhyltingar unnu fyrsta sigur tímabilsins í Dominos-deild karla í kvöld þegar þeir fóru í Hafnarfjörð og kafsigldu Hauka strax á fyrstu mínútum leiksins í 84-66 sigri.

Haukar unnu sigur á Val í fyrsta leik tímabilsins á meðan ÍR þurfti að sætta sig við tap gegn Stjörnunni eftir að hafa byrjað leikinn af sama krafti og í kvöld.

ÍR-ingar mættu í leikinn af krafti og náðu strax tíu stiga forskoti 12-2 á fyrstu mínútum leiksins. Þeir héldu áfram að bæta við það og virtust Haukar ekki vera tilbúnir að mæta hörkunni hjá ÍR í kvöld.

Þrátt fyrir allar tilraunir Hauka til að gera þetta að leik á ný komust þeir ekki nálægt því að ógna forskoti ÍR-inga sem litu afar vel út í kvöld.

ÍR fékk framlag frá fjölmörgum leikmönnum í kvöld, Gerald Robinson var með tvöfalda tvennu,  23 stig og 15 fráköst og þá skilaði Justin Martin 19  stigum og Hákon Örn Hjálmarsson 16 stigum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Körfubolti

Snæfell hélt KR í 46 stigum

Körfubolti

Einkaþjálfari Currys opnaði nýja vídd

Auglýsing

Nýjast

Joe Gomez skrifar undir langan samning

Sameinast gegn notkun á ólöglegum efnum

Telur andleg veikindi aftra sér í leit að liði

Fjármálaráðherra mætir laskaður inn í vinnuvikuna

Ungur íslenskur þjálfari mun aðstoða Heimi

Heimir staðfestur sem þjálfari Al Arabi

Auglýsing