Körfubolti

ÍR komst upp að hlið Hauka og Grindvíkinga

ÍR-ingar komust upp í áttunda sætið á ný með xx-xx sigri á Val í Dominos-deild karla í kvöld og eru Breiðhyltingar því jafnir Grindavík og Haukum að stigum þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni.

Hákon sækir á Austin Magnus. Fréttablaðið/Eyþór

ÍR-ingar komust upp í áttunda sætið á ný með naumum 83-82 sigri á Val í Dominos-deild karla í kvöld og eru Breiðhyltingar því jafnir Grindavík og Haukum að stigum þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni.

Þessi lið deila 7-9. sæti og er því líklegt að eitt þeirra þurfi að sætta sig við það að missa af úrslitakeppninni. 

Valsmenn gátu með sigri í kvöld endanlega fellt Blika en fá annað tækifæri þess þegar liðin mætast þann 3. mars næstkomandi.

Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn og var munurinn aðeins eitt stig þegar liðin gengu inn til búningsklefanna.

Valur byrjaði seinni hálfleik af krafti og setti fyrstu sex stig leikhlutans en ÍR svaraði með tólf stigum í röð og náði frumkvæðinu á ný.

Heimamenn neituðu að gefast upp í Origo-höllinni í kvöld og náðu að minnka muninn í eitt stig undir lok leiksins en ÍR tókst að landa sigrinum á lokasekúndunum.

Ragnar Águst Nathanaelsson átti frábæran leik undir körfunni í dag með 17 stig og 16 fráköst ásamt því að gefa tvær stoðsendingar, stela tveimur boltum og verja eitt.

Kevin Capers fór fyrir liði ÍR í stigaskorun með 26 stig en Sigurður Gunnar Þorsteinsson var einnig öflugur með 17 stig og ellefu fráköst.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Körfubolti

Tuttugu ára bið eftir nýju lagi frá Shaq lokið

Körfubolti

Fjórar breytingar fyrir leikinn gegn Belgíu

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing