Stjarnan hefur fest kaup á örvhentu skyttunni Hafþóri Vignissyni sem kemur til liðsins frá ÍR. Þetta staðfesti Sigurjón Rúnarsson, formaður handboltadeildar ÍR, í þættinum Sportið í dag sem birtist á Stöð 2 og visi.is í dag.

Hafþór kom til ÍR frá Akureyri síðasta sumar en hann er næstmarkahæsti leikmaður Breiðholtsliðsins í Olís-deildinni í vetur með 103 mörk. Þessi öfluga skytta er fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Stjörnuna efti að tilkynnt var að Patrekur Jóhannesson yrði við stjórnvölinn hjá Garðabæjarliðinu á næsta keppnistímabili.

Hann er fjórði leikmaðurinn sem ÍR-ingar missa á skömmum tíma en Bergvin Þór Gíslason, Svein Andra Sveinsson og Þránd Gíslason Roth hafa ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Aftureldingu.

Ljóst er að Kristinn Björgúlfsson sem tekur við stjórnartaumunum hjá ÍR af Bjarna Fritzsyni í sumar fær í hendurnar mikið breyttan leikmannahóp en félagið hefur tilkynnt að erfiðleikleikar séu í rekstri félagsins.