Búið er að ákveða að leikarnir fari fram í París árið 2024 og Los Angeles árið 2028 en samkvæmt nýjustu reglum mun IOC mæla sérstaklega með einni borg áður en kosningin fer fram.

Nokkrar borgir hafa lýst yfir áhuga á að halda leikana, meðal annars Doha í Katar sem hýsir HM 2022 í knattspyrnu.

Ef leikarnir fara fram í Brisbane yrði það í þriðja sinn sem leikarnir fara fram í Ástralíu.

Leikarnir í Sydney árið 2000 þar sem Vala Flosadóttir vann bronsverðlaun í stangastokki eru af mörgum taldir þeir bestu í sögunni og var litið til þess þegar ákveðið var að velja Brisbane.

Leikarnir í Melbourne, 1956, þóttu einnig takast vel þar sem Vilhjálmur Einarsson vann til silfurverðlauna í þrístökki. Það voru fyrstu verðlaun Íslendinga á Ólympíuleikum.

Þá var það tekið til greina að Brisbane væri að mörgu leyti tilbúin til að halda leikana á næstunni.