In­ter Mílanó, sem er nýkrýndur Ítalíumeistari í knattspyrnu karla, hefur fundið arftaka Antonio Conte í starfi knattspyrnustjóra liðsins.

Simo­ne Inzag­hi mun taka við liðinu af Conte, sem sagði upp störfum á dögunum en Inzaghi ger­ir tveggja ára samn­ing við fé­lagið.

Inzag­hi stýrt Lazio fimm ár en liðið varð bikar­meist­ari undir hans stjórn árið árið 2019 og tryggði sér svo sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð í vor.

Af Conte er það hins vegar að frétta að hann er í viðræðum við forráðamenn Tottenham Hotspur og þykir líklegt að hann taki við stjórnartaumunum hjá liðinu.