Enskir fjölmiðlar segja frá málinu í kvöld en knattspyrnustjarnan og unnusta hans eru ekki nafngreind.

Innbrotið átti sér stað á dögunum þegar landsleikjafrí var í gangi. Töldu innbrotsþjófarnir að maðurinn væri í verkefni með landsliðinu sínu. Hann hafði hins vegar dregið sig út úr hópnum og var heima hjá sér.

Maðurinn var heima hjá sér að horfa á leik með landsliði sínu í sjónvarpi og unnusta hans var í baði, þegar þjófarnir létu til skara skríða.

Voru þeir vopnaðir sveðjum og huldu andlit sitt þegar þeir ruddust inn. Maðurinn og unnusta hans voru bundin föst saman á meðan ræningjarnir létu greipar sópa.

Lögreglan segir við ensk blöð að að skartgripir og önnur verðmæti hafi verið tekinn í innbrotinu. Enginn hefur verið handtekinn.

Innbrot á heimili knattspyrnumanna eru tíð á Englandi og oftar en ekki vel skipulögð. Knattspyrnuhetjan er sögð búa í húsi sem kostar vel yfir 200 milljónir. Er hann sagður hlédrægur og lætur lítið fara fyrir því hversu sterk efnaður hann er. Parið er í miklu áfalli vegna málsins.