Grindvíkingurinn Ingvi Þór Guðmundsson mun ekki leika með Dresden Titans í þýsku ProB deildinni eins og til stóð. Ingvi Þór staðfest þetta í samtali við karfan.is.

Þessi 22 ára gamli bakvörður segist nokkuð viss um hvar hann muni spila á keppnistímabilinu en geti ekki gefið það út á þessari stundu. Það muni koma í ljós seinna í þessari viku.

Ingvi Þór lék með uppeldisfélagi sínu Grindavík fyrir og eftir að hafa leikið með bandaríska háskólaliðinu St. Louis University. síðustu ár. Síðasta vetur skoraði hann að meðaltali 14 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar fyrir Grindavíkurliðið á Íslandsmótinu.