Ing­unn Embla Krist­ín­ar­dótt­ir, landsliðskona í körfubolta, sem lék með Skallagrími áður en liðið dró sig úr keppni fyrr í vetur, er ólétt og leikur því ekki meira körfubolta á yfirstandandi keppnistímabili.

Þetta kemur fram í samtali hennar við Kristján Jónsson, blaðamann Morgunblaðsins.Embla var í liði Skalla­gríms sem dregið var úr keppni á Íslands­mót­inu fyrr í vet­ur og hún er því ekki að leita sér að öðru liði eins og er.

„Ég er ólétt og spila því ekki meira í vet­ur. Þannig er bara staðan. Ég þjálfa 9. og 10. flokk kvenna hjá Skalla­grími og tók við þeim liðum af Gor­an. Ég verð með þær alla vega út tíma­bilið en ég veit ekki hvað ég geri á næsta tíma­bili,“ segir Ingunn Embla í samtali við mbl.is um stöðu mála.