Sport

Ingibjörg bættist í hópinn fyrir HM

Nú hafa fjórir íslenskir sundmenn náð fimm lágmörkum fyrir heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem fram fer í Kína í desember.

Ingi­björg Krist­ín Jóns­dótt­ir mun keppa fyrir Íslands hönd á HM í Kína. Mynd/Sundsamband Íslands

Fjórir íslenskir sundmenn hafa nú náð fimm lágmörkum fyrir heimsmeistaramótið sem haldið verður í Kína í desember. 

Lágmörkin hafa náðst á Íslands­meist­ara­mót­inu í 25 metra laug sem fram fer í Ásvalla­laug um helgina. Þrjú lág­mörk náðust í gær, en þá tryggðu Ant­on Sveinn McKee og Dadó Fenrir Jasm­inu­son sér sæti á heimsmeistaramótinu. 

Krist­inn Þór­ar­ins­son úr ÍBR náði lág­marki í 200 metra fjór­sundi í gær og í morg­un bætti hann við lágmarki í 50 metra baksundi. Tími hans var 24,27 sek­únd­ur, en lág­markið inn á HM er 24,82 sek­úndur.

Þá náði Ingi­björg Krist­ín Jóns­dótt­ir úr SH lág­marki í 50 metra baksundi, en tími henn­ar var 27,95 sek­únd­ur. Hún var 1/100 úr sek­úndu und­ir lág­mark­inu fyr­ir HM, en hún er fyrsta ís­lenska kon­an sem nær lág­marki á HM í ár.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ronaldo sleppur við leikbann fyrir hreðjafagnið

Körfubolti

Úrslitakeppnin hjá körlunum hefst í kvöld

Fótbolti

Suður-Kórea er með frábært lið en við óttumst ekkert

Auglýsing

Nýjast

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Auglýsing