Körfubolti

Ingi Þór tekur við KR á nýjan leik

Ingi Þór Steinþórsson var kynntur til leiks sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta á blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum Alvogen í hádeginu í dag.

Ingi Þór Steinþórsson, nýráðinn þjálfari KR. Fréttablaðið/Ernir

Ingi Þór Steinþórsson var kynntur til leiks sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Ingi Þór tekur við starfinu af Finni Frey Stefánssyni sem gerði KR að Íslandsmeisturum síðustu fimm árin og varð tvisvar sinnum bikarmeistari við stjórnvölinn hjá liðinu. 

KR er að endurheimta uppalinn félagsmann í raðir sínar að nýju, en Ingi Þór hélt um stjórnartaumana hjá karlaliði KR þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2000 og var síðan aðstoðarmaður Benedikts Rúnars Guðmundssonar þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2009. 

Ljóst er að nokkrar breytingar verði á leikmannahóp KR fyrir næstu leiktíð, en Brynjar Þór Björnsson sem verið hefur fyrirliði liðsins undanfarin ár er genginn til liðs við Tindastól og Darri Hilmarsson fluttur búferlum til Svíþjóðar. 

Þá ákvað Arnór Hermannsson að söðla um og halda í herbúðir Breiðabliks sem verða nýliðar í Dominos-deildinni á komandi keppnistímabili. 

KR-ingar hafa hins vegar gengið frá samningum við Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox og tryggt sér þjónustu þeirra á næstu leiktíð hið minnsta.  

Þá standa yfir samningaviðræður við Pavel Ermolinski og Björn Kristjánsson og Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuboltadeildar KR, var afar bjartsýnn á að samningar myndu takast við þá á næstu dögum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Finnur Freyr á Hlíðarenda

Körfubolti

LeBron gefur út heimildarþætti um áhrif utan vallar

Körfubolti

„Á alla möguleika á að taka næsta skref sem leikmaður“

Auglýsing

Nýjast

HK aftur á sigurbraut í kvöld

Sigur á Þýskalandi kom Íslandi áfram

Hannes og fé­lagar úr leik í Meistara­deildinni

Ramos skaut á Klopp: Vantaði af­sökun fyrir tapinu

Mark Bale gegn Liverpool kemur ekki til greina sem mark ársins

Albert til AZ Alkmaar

Auglýsing