NBA

Indiana vann sögulegan sigur á Cleveland

Indiana Pacers og Cleveland Cavaliers þurfa að mætast í oddaleik um sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Toronto Raptors er hins vegar komið þangað.

Oladipo var með þrefalda tvennu í liði Indiana. Fréttablaðið/Getty

Indiana Pacers jafnaði metin í einvíginu gegn Cleveland Cavaliers í 8-liða úrslitum Austurdeildar NBA með stórsigri, 121-87, í nótt. Staðan í einvígi liðanna er 3-3 og það ræðst því í oddaleik hvort þeirra fer áfram.

Indiana hafði mikla yfirburði í leiknum og endaði á því að vinna stærsta sigurinn í úrslitakeppni í sögu félagsins.

Victor Oladipo var frábær í liði heimamanna með 28 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. Sjö leikmenn Indiana skoruðu 10 stig eða meira í leiknum.

LeBron James var venju samkvæmt atkvæðamestur hjá Cleveland. Hann skoraði 22 stig og gaf sjö stoðsendingar.

Toronto Raptors tryggði sér sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar með sigri á Washington Wizards í höfuðborginni, 92-102. Toronto vann einvígið 4-2.

Kyle Lowry skoraði 24 stig fyrir Toronto og DeMar DeRozan 16. Bradley Beal var stigahæstur hjá Washington með 32 stig.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Utah sendi Westbrook og félaga í sumarfrí

NBA

Tryggvi verður í ný­liða­valinu í NBA

NBA

Philadelphia í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 2012

Auglýsing

Nýjast

Æfingar hafnar á La Manga

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Sigur gæti fleytt Patreki í milliriðil

Higuain færist nær Chelsea

Gott gengi gegn Makedóníu

Tímamótaleikur hjá Arnóri Þór gegn Makedóníu

Auglýsing