Þetta kemur fram í frétt á vef Reuters í gær.

Málið hefur verið til skoðunar og umræðu í Bandaríkjunum eftir að Sha'Carri Richardson féll á lyfjaprófi á dögunum vegna kannabisnotkunar.

Efnið fannst í sýni Richardson eftir úrtökumót Bandaríkjanna fyrir Ólympíuleikana sem gerði það að verkum að tími hennar var felldur úr gildi.

Hún þótti líkleg til þess að sigra keppnina í hundrað metra spretthlaupi í Tókýó, fyrst bandarískra kvenna í 25 ár. Þá var Richardson ekki valin í boðhlaupssveit Bandaríkjanna.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er einn þeirra sem hafa stutt við bakið á Richardson og kallað eftir því að reglurnar um kannabisnotkun verði endurskoðaðar.