Handbolti

ÍBV styrkti stöðu sína í fjórða sætinu

ÍBV styrkti stöðu sína í fjórða sæti Olís-deildar kvenna í kvöld með 25-23 sigri á Stjörnunni en með því eru Eyjakonur komnar með fjögurra stiga forskot í baráttuni við KA/Þór um síðasta sætið í úrslitakeppninni þegar þrjár umferðir eru eftir.

Eyjakonur stigu stórt skref í átt að úrslitakeppninni í kvöld. Fréttablaðið/Eyþór

ÍBV styrkti stöðu sína í fjórða sæti Olís-deildar kvenna í kvöld með 25-23 sigri á Stjörnunni en með því eru Eyjakonur komnar með fjögurra stiga forskot í baráttuni við KA/Þór um síðasta sætið í úrslitakeppninni þegar þrjár umferðir eru eftir.

Eyjakonur eru með innbyrðis viðureignirnar á Akureyringa og þurfa því aðeins tvö stig úr síðustu þremur leikjunum til að tryggja sér þáttökuseðil í úrslitakeppninni.

Liðin féllu bæði úr leik í undanúrslitum bikarsins fyrir helgina en það var ekkert ryð að finna í upphafi leiks. Liðin voru beitt frá fyrstu mínútu og skiptust á mörkum en Garðbæingar voru með frumkvæðið framan af.

Eyjakonur náðu því til sín fyrir lok fyrri hálfleiks og leiddi ÍBV með tveimur mörkum í hálfleik. Munurinn fór mest upp í fjögur mörk í seinni hálfleik en Eyjakonur misstu aldrei takið á forskotinu og lönduðu sigrinum á heimavelli.

Arna Sif Pálsdóttir var atkvæðamest í liði heimakvenna með sjö mörk en hjá gestunum var það Þórey Rósa Ásgeirsdóttir sem var markahæst með átta mörk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Jafnt hjá FH og Aftureldingu

Handbolti

KA/Þór vann óvæntan sigur á Fram

Handbolti

ÍBV sigldi fram úr á lokasprettinum

Auglýsing

Nýjast

Aron Einar er að semja við lið Heimis í Katar

Þrír leikmenn detta út hjá Englandi vegna meiðsla

Gunnar þakklátur fyrir stuðninginn um helgina

Karlalandsliðið tók fyrstu æfinguna á Spáni í dag

Þórarinn Ingi biðst afsökunar á ummælum

Ronaldo kærður af UEFA

Auglýsing