Handbolti

ÍBV sigldi fram úr á lokasprettinum

​ÍBV styrkti stöðu sína í sjötta sæti Olís-deildar karla í kvöld með 31-27 sigri á Akureyri þegar liðin mættust loksins tveimur vikum eftir að leikurinn átti upprunlega að fara fram.

Kári var að vanda öflugur inn á línunni. Fréttablaðið/Ernir

ÍBV styrkti stöðu sína í sjötta sæti Olís-deildar karla í kvöld með 31-27 sigri á Akureyri þegar liðin mættust loksins tveimur vikum eftir að leikurinn átti upprunlega að fara fram.

Þetta var fjórða dagsetningin sem var reynt að láta liðin mætast eftir að fresta þurfti leiknum í þrígang. Fóru Akureyringar því snemma til Eyja.

Það virtist gera þeim vel því Akureyri byrjaði leikinn vel og var með forskotið þegar liðin gengu til búningsklefanna í hálfleik. Í seinni hálfleik snerist leikurinn við því ÍBV komst yfir á upphafsmínútum. 

Staðan var jöfn þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 25-25 en ÍBV kláraði leikinn á 6-2 spretti sem innsiglaði sigur Eyjamanna.

Hákon Daði Styrmisson fór á kostum í liði ÍBV með ellefu mörk í tólf skotum, hjá gestunum voru Leonid Mykhailiutenko og Hafþór Vignisson atkvæðamestir með sex mörk hvor.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Handbolti

Mæta Argentínu en ekki Angóla á æfingarmótinu

Handbolti

Ragnheiður inn í landsliðið fyrir Mariam

Auglýsing

Nýjast

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Auglýsing