ÍBV tryggði sæti sitt í efstu deild með 2-0 sigri á Fylki og sendi um leið Keflavík niður í Inkasso-deildina eftir eitt ár í efstu deild.

Eyjakonur felldu HK/Víking með sigri á dögunum og dugaði þrjú stig til viðbótar til að fella Keflavík og bjarga sér fyrir horn.

Þórdís Elva Ágústsdóttir, leikmaður Fylkis, fékk reisupassann í fyrri hálfleik og stuttu síðar skoraði ÍBV tvö mörk. Brenna Lovera og Sigríður Lára Garðarsdóttir voru á skotskónum í dag.

Góður 4-1 sigur Keflavík á HK/Víking þýddi því lítið þar sem Keflavík er fallið úr efstu deild eftir eitt ár. Gestirnir komust yfir á upphafsmínútum leiksins en Keflavík sneri leiknum sér í hag og vann öruggan sigur.

Þá tryggði Selfoss sér 3. sæti deildarinnar með 2-0 sigri á KR. Með sigrinum er ljóst að Þór/KA getur ekki náð Selfossi að stigum þegar ein umferð er eftir.