Handbolti

Fresta leik ÍBV og Akureyri í þriðja sinn

HSÍ tilkynnti í dag að það hefði þurft að fresta leik ÍBV og Akureyri í þriðja sinn á stuttum tíma vegna stormviðvörunar.

Eyjamenn þurfa að bíða áfram eftir heimsókn Akureyringa. Fréttablaðið/Ernir

HSÍ tilkynnti í dag að það hefði þurft að fresta leik ÍBV og Akureyri í þriðja sinn á stuttum tíma vegna stormviðvörunar.

Leikurinn átti upprunalega að fara fram 28. febrúar síðastliðinn en honum var frestað um sólarhring. Eftir að það tókst ekki að spila 1. mars síðastliðinn var ákveðið að færa hann á 12. mars.

Í tilkynningu frá HSÍ í dag kemur fram að í ljósi þess að það sé appelsínugul viðvörun á landinu í dag er óvíst með ferðir Herjólfs.

Ný tímasetning fyrir leikinn verður tilkynnt á morgun.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Jafnt hjá FH og Aftureldingu

Handbolti

KA/Þór vann óvæntan sigur á Fram

Handbolti

ÍBV sigldi fram úr á lokasprettinum

Auglýsing

Nýjast

Aron Einar er að semja við lið Heimis í Katar

Þrír leikmenn detta út hjá Englandi vegna meiðsla

Gunnar þakklátur fyrir stuðninginn um helgina

Karlalandsliðið tók fyrstu æfinguna á Spáni í dag

Þórarinn Ingi biðst afsökunar á ummælum

Ronaldo kærður af UEFA

Auglýsing