Handbolti

ÍBV og Akureyri mætast loksins annað kvöld

Sautjándu umferð í Olís-deild karla lýkur loksins á morgun þegar ÍBV tekur á móti Akureyri, tæpum tveimur vikum eftir að leikurinn átti upprunlega að fara fram en honum var þrisvar frestað vegna samgönguörðugleika.

Dagur og félagar fá loksins að mæta Akureyri annað kvöld. Fréttablaðið/Ernir

Sautjándu umferð í Olís-deild karla lýkur loksins á morgun þegar ÍBV tekur á móti Akureyri, tæpum tveimur vikum eftir að leikurinn átti upprunlega að fara fram en honum var þrisvar frestað vegna samgönguörðugleika.

Liðin áttu að mætast 28. febrúar en þeim leik var frestað um sólarhring. Samgönguörðugleikar gerðu það að verkum að ekki var hægt að leika daginn eftir og var því aftur frestað.

HSÍ tók ákvörðun í gær um að fresta leiknum í þriðja sinn vegna stormviðvörunar á Íslandi og varð því ekkert úr því að liðin mættust í kvöld.

Samkvæmt tilkynningu sem HSÍ sendi frá sér í dag ferðast Akureyringar til Eyja í kvöld með Herjólfi og er því ekkert til fyrirstöðu að liðin mætist annað kvöld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Jafnt hjá FH og Aftureldingu

Handbolti

KA/Þór vann óvæntan sigur á Fram

Handbolti

ÍBV sigldi fram úr á lokasprettinum

Auglýsing

Nýjast

Aron Einar er að semja við lið Heimis í Katar

Þrír leikmenn detta út hjá Englandi vegna meiðsla

Gunnar þakklátur fyrir stuðninginn um helgina

Karlalandsliðið tók fyrstu æfinguna á Spáni í dag

Þórarinn Ingi biðst afsökunar á ummælum

Ronaldo kærður af UEFA

Auglýsing