Fram valtaði yfir KA/Þór 43-18 þegar liðin áttust við í áttundu umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í Safamýri í dag.

Þórey Rósa Stefánsdóttir var frábær í liði Fram en hún skoraði 11 mörk í leiknum en Steinunn Björnsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Lena Margrét Valdomarsdóttir skoruðu sjö mörk hver.

Perla Ruth Albertsdóttir kom næst með sex mörk fyrir Fram. Hafdís Renötudóttir varði 14 mörk í marki liðsins. Martina Corkovic var atkvæðamest hjá KA/Þór með sjö mörk.

Fram komst á topp deildarinnar með þessum sigri en liðið hefur eins stigs forskot á Val sem mætir HK á morgun.

Ásta Björt Júlíusdóttir lék á als oddi fyrir ÍBV þegar liðið innbyrti mikilvæg stig í baráttunni um að forðast fall við Aftueldingu. Ásta Björt skoraði 12 mörk fyrir gestinua úr Vestmannaeyjum og Sunna Jónsdótir kom þar á eftir með átta mörk.

Þóra María Sigurjónsdóttir skoraði átta mörk og Ragnhildur Hjartardóttir bætti sex mörkum við fyrir Aftureldingu sem er á botni deildarinnar án stiga. ÍBV hoppaði hins vegar upp fyrir Hauka í sjötta sæti deildarinnar með fimm stig.

Haukar sem hafa fjögur stig í næst neðsta sæti deildarinnar spila við Stjörnuan sem er í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig í kvöld. KA/Þór er í þriðja sæti með átta stig og HK er í því fimmta með sex stig.