Tveir leikir fóru fram í Olís-deild karla í dag þar sem KA vann Akureyrarslaginn og ÍBV vann annan leikinn í röð.

Eyjamenn voru byrjaðir að blanda sér í fallbaráttuna eftir aðeins þrjú stig af sextán fyrir sigurinn gegn Fram í síðustu umferð.

Sá sigur virðist hafa gert liðinu gott því ÍBV var með frumkvæðið allan leikinn í 27-24 sigri á Gróttu á Seltjarnarnesi í dag.

Í annað sinn á tímabilinu vann KA nauman eins marka sigur á nágrönnum sínum á Akureyri í dag, nú í Þórsheimilinu.

KA var með gott forskot stærstan hluta leiksins en Akureyri komst aftur inn í leikinn á lokamínútum hans.

Akureyri minnkaði muninn í eitt mark á lokasekúndum leiksins en komst ekki nær og fagnaði KA því sigri.