Handbolti

ÍBV með tvo sigra í röð | KA vann nágrannaslaginn

Tveir leikir fóru fram í Olís-deild karla í dag þar sem KA vann Akureyrarslaginn og ÍBV vann annan leikinn í röð.

Hornamaðurinn Theodór var atkvæðamestur í liði ÍBV í dag. Fréttablaðið/Ernir

Tveir leikir fóru fram í Olís-deild karla í dag þar sem KA vann Akureyrarslaginn og ÍBV vann annan leikinn í röð.

Eyjamenn voru byrjaðir að blanda sér í fallbaráttuna eftir aðeins þrjú stig af sextán fyrir sigurinn gegn Fram í síðustu umferð.

Sá sigur virðist hafa gert liðinu gott því ÍBV var með frumkvæðið allan leikinn í 27-24 sigri á Gróttu á Seltjarnarnesi í dag.

Í annað sinn á tímabilinu vann KA nauman eins marka sigur á nágrönnum sínum á Akureyri í dag, nú í Þórsheimilinu.

KA var með gott forskot stærstan hluta leiksins en Akureyri komst aftur inn í leikinn á lokamínútum hans.

Akureyri minnkaði muninn í eitt mark á lokasekúndum leiksins en komst ekki nær og fagnaði KA því sigri.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Ragnar og Arnór Þór verða liðsfélagar

Handbolti

ÍR skaust upp fyrir KA með sigri á Mosfellingum

Handbolti

Þetta er ekki sama hraða­upp­hlaups­veislan

Auglýsing

Nýjast

Guðrún Brá lék á pari í dag

Tindastóll fær Stjörnuna í heimsókn

Helgi kominn með nýtt starf

José Mourinho rekinn

Al­þjóð­legt Cross­Fit mót haldið á Ís­landi í maí

Keflavík, Haukar og Njarðvík áfram í bikarnum

Auglýsing