Handbolti

ÍBV í kjörstöðu

Eyjamenn eru einum sigri frá því að tryggja sér annan Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. ÍBV vann sjö marka sigur á FH, 29-22, í kvöld.

Róbert Aron Hostert var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk. Fréttablaðið/Ernir

ÍBV vann öruggan sigur á FH, 29-22, í þriðja leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í kvöld.

Eyjamenn leiða einvígið 2-1 og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í fjórða leik liðanna í Kaplakrika á laugardaginn.

ÍBV byrjaði leikinn af miklum krafti og um miðjan fyrri hálfleik var staðan 7-2, Eyjamönnum í vil.

Á 15. mínútu braut Andri Heimir Friðriksson gróflega á Gísla Þorgeir Kristjánssyni sem lá óvígur eftir og tók ekki frekari þátt í leiknum.

FH-ingar efldust eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og í hálfleik var staðan 13-10, Eyjamönnum í vil.

ÍBV var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og hélt FH í þægilegri fjarlægð. Sóknarleikur FH-inga án Gísla var stirður og Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í marki Eyjamanna og varði 15 skot. Markverðir FH náðu sér hins vegar ekki á strik.

Á endanum munaði sjö mörkum á liðunum 29-22.

Mörk ÍBV:
Róbert Aron Hostert 8, Agnar Smári Jónsson 7, Elliði Snær Viðarsson 3, Sigurbergur Sveinsson 3, Theodór Sigurbjörnsson 2/1, Grétar Þór Eyþórsson 2, Friðrik Hólm Jónsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 1, Dagur Arnarsson 1.

Mörk FH:
Óðinn Þór Ríkharðsson 7, Ágúst Birgisson 5, Einar Rafn Eiðsson 5/2, Ísak Rafnsson 3, Jóhann Birgir Ingvarsson 2.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Fram fer vel af stað

Handbolti

ÍR nældi í sín fyrstu stig í vetur

Handbolti

Nýliðarnir unnu báðir í leikjum sínum

Auglýsing

Nýjast

Liverpool áfram taplaust á toppnum

Magni sendi ÍR niður um deild

Berglind Björk skoraði tvö og varð markahæst

Afturelding og Grótta fara upp

Birgir og Ólafía náðu bæði niðurskurði

Landið að rísa aftur á Skaganum

Auglýsing