Handbolti

ÍBV í kjörstöðu

Eyjamenn eru einum sigri frá því að tryggja sér annan Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. ÍBV vann sjö marka sigur á FH, 29-22, í kvöld.

Róbert Aron Hostert var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk. Fréttablaðið/Ernir

ÍBV vann öruggan sigur á FH, 29-22, í þriðja leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í kvöld.

Eyjamenn leiða einvígið 2-1 og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í fjórða leik liðanna í Kaplakrika á laugardaginn.

ÍBV byrjaði leikinn af miklum krafti og um miðjan fyrri hálfleik var staðan 7-2, Eyjamönnum í vil.

Á 15. mínútu braut Andri Heimir Friðriksson gróflega á Gísla Þorgeir Kristjánssyni sem lá óvígur eftir og tók ekki frekari þátt í leiknum.

FH-ingar efldust eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og í hálfleik var staðan 13-10, Eyjamönnum í vil.

ÍBV var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og hélt FH í þægilegri fjarlægð. Sóknarleikur FH-inga án Gísla var stirður og Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í marki Eyjamanna og varði 15 skot. Markverðir FH náðu sér hins vegar ekki á strik.

Á endanum munaði sjö mörkum á liðunum 29-22.

Mörk ÍBV:
Róbert Aron Hostert 8, Agnar Smári Jónsson 7, Elliði Snær Viðarsson 3, Sigurbergur Sveinsson 3, Theodór Sigurbjörnsson 2/1, Grétar Þór Eyþórsson 2, Friðrik Hólm Jónsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 1, Dagur Arnarsson 1.

Mörk FH:
Óðinn Þór Ríkharðsson 7, Ágúst Birgisson 5, Einar Rafn Eiðsson 5/2, Ísak Rafnsson 3, Jóhann Birgir Ingvarsson 2.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Jöfnuðu á ævintýralegan hátt og komust áfram

Handbolti

Töpuðu með 10 í gær en unnu Svía í dag

Handbolti

Selfoss til Litháen og FH til Króatíu

Auglýsing

Nýjast

Casillas og Salah koma Karius til varnar eftir leik

ÍBV fær góðan liðsstyrk fyrir seinni hlutann

Ljóst hvaða liðum FH og Stjarnan geta mætt

Valur gæti farið til Moldóvu eða Makedóníu

Felix Örn á leið til Danmerkur

Mourinho: Ekki komin mynd á liðið okkar

Auglýsing