ÍBV bar sigurorð af Stjörnunni 30-24 þegar liðin mættust í fyrsta leik Olísdeilar karla í hanbolta í Vestmannaeyjum í dag.

Eyjamenn hófu leikinn af miklum krafti og heimamenn voru 17-10 yfir í hálfleik og fóru að lokum með sex marka sigur af hólmi.

Kristján Örn Kristjánsson fór á kostum í liði ÍBV en hann var markahæsti leikmaður liðsins með 12 mörk. Þá átti bosníski markvörðurinn Petar Jokanovic sem til Eyja í sumar góðan leik í marki liðsins.

Andri Már Rúnarsson ogTandri Már Konráðsson sem kom aftur á heimahagana í Garðabænum frá Skjern síðasta vor voru markahæstir hjá Stjörnunni með fimm mörk hvor.