Íslenski boltinn

ÍBV fær góðan liðsstyrk fyrir seinni hlutann

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur nælt sér í gamlan liðsmann, en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir er að ganga til liðs við félagið frá Þór/KA.

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir í leik með ÍBV. Fréttablaðið

Markvörður­inn Bryn­dís Lára Hrafn­kels­dótt­ir hef­ur ákveðið að halda til Vestamannaeyja á nýjan leik og leika ÍBV á lokasprettinum í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Hún gengur til liðs við Eyjaliðið að láni frá Íslands­meist­ur­um Þórs/KA. Það er mbl.is sem greinir frá þessu. 

Bryn­dís Lára lagði markmannshanska tímabundið á hilluna síðast haust, en náði í þá aftur úr hilllunni til þess að koma Þór/KA til bjargar eftir að Helena Jóns­dótt­ir meiddist illa í vor. 

Bryndís sem spilaði fjóra leiki með Þór/KA í deildinni í upphafi deildarkeppninnar ætlar nú að taka slaginn mðe ÍBV, en hún lék þar frá 2012 til 2016.

Hún mun berjast um markmannsstöðuna við Em­ily Joan Armstrong sem staðið hefur á milli stanganna hjá ÍBV í sumar, en liðið er í sjötta sæti deildarinnar eft­ir tíu um­ferðir með 11 stig. 

Næsti leikur ÍBV er gegn FH sem situr á botni deildarinnar með sex stig, en liðin eigast við á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum annað kvöld. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Sagan ekki glæsileg gegn Sviss

Íslenski boltinn

Líklegt byrjunarlið Íslands: Nokkur spurningamerki

Íslenski boltinn

Ást­hildur verður ekki að­stoðar­þjálfari

Auglýsing

Nýjast

Einbeitingarleysi, tap og fall

Hann­es: Töp­um van­a­leg­a ekki á heim­a­vell­i

Rúnar Már: Slæmir kaflar í upphafi hálfleikjanna

„Íslenska liðið neitaði að gefast upp í kvöld“

Gylfi: Eitt besta lið í heiminum í að refsa

Ragg­i Sig: „Áttum meir­a skil­ið“

Auglýsing