Íslenski boltinn

ÍBV fær góðan liðsstyrk fyrir seinni hlutann

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur nælt sér í gamlan liðsmann, en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir er að ganga til liðs við félagið frá Þór/KA.

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir í leik með ÍBV. Fréttablaðið

Markvörður­inn Bryn­dís Lára Hrafn­kels­dótt­ir hef­ur ákveðið að halda til Vestamannaeyja á nýjan leik og leika ÍBV á lokasprettinum í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Hún gengur til liðs við Eyjaliðið að láni frá Íslands­meist­ur­um Þórs/KA. Það er mbl.is sem greinir frá þessu. 

Bryn­dís Lára lagði markmannshanska tímabundið á hilluna síðast haust, en náði í þá aftur úr hilllunni til þess að koma Þór/KA til bjargar eftir að Helena Jóns­dótt­ir meiddist illa í vor. 

Bryndís sem spilaði fjóra leiki með Þór/KA í deildinni í upphafi deildarkeppninnar ætlar nú að taka slaginn mðe ÍBV, en hún lék þar frá 2012 til 2016.

Hún mun berjast um markmannsstöðuna við Em­ily Joan Armstrong sem staðið hefur á milli stanganna hjá ÍBV í sumar, en liðið er í sjötta sæti deildarinnar eft­ir tíu um­ferðir með 11 stig. 

Næsti leikur ÍBV er gegn FH sem situr á botni deildarinnar með sex stig, en liðin eigast við á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum annað kvöld. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Guðmunda Brynja færir sig um set

Íslenski boltinn

„Fanndís var ekki sátt við þessa ákvörðun"

Íslenski boltinn

„Frábært að fá Dagnýju til baka"

Auglýsing

Nýjast

Stjarnan sigursælust

Börsungar nánast öruggir með toppsætið

Sárt tap í bikarúrslitum

Frábær seinni hálfleikur Swansea

Úlfarnir í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í 16 ár

Jón Dagur sá rautt

Auglýsing