Íslenski boltinn

ÍA skaust á toppinn - HK og Þór töpuðu stigum

Fjórir leikir fóru fram í Inkasso-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Sviptingar urðu við topp deildarinnar og ÍR náði í verðmæt stig í fallbaráttunni í nágrannaslag sínum gegn Leikni.

Leikmenn Þórs fagna einu af þremur mörkum sínum í leik liðsins gegn Fram í kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

ÍA trónir á toppi Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu karla eftir 2-1-sigur liðsins gegn Njarðvík í 15. umferð deildarinnar í kvöld. 

Það voru Jeppe Hansen og Einar Logi Einarsson sem komu Skagamönnum tveimur mörkum yfir í leiknum, en sjálfsmark Þórðar Þorsteins Þórðarsonar lagaði stöðuna fyrir Njarðvíkinga.

HK sem var á toppnum fyrir umferðina laut í lægra haldi fyrir Þrótti með einu marki gegn engu, en það var Daði Bergsson sem tryggði Þrótturum stigin þrjú. 

Þór mistókst að jafna HK að stigum í öðru sæti deildarinnar, en norðanmenn gerðu 3-3-jafntefli gegn Fram. Sveinn Elías Jónsson, Ármann Pétur Ævarsson og Alvaro Montejo skoruðu mörk Þórsara, en Guðmundur Magnússon sá alfarið um markaskotun Framara.

ÍR þokaði sér síðan frá fallsvæði deildarinnar með því að leggja Leikni að velli, 1-0, í nágrannaslag liðanna í Breiðholtinu. Ágúst Freyr Hallsson skoraði sigurmark ÍR. 

ÍA er á toppnum með 33 stig, HK í öðru sæti með 32 stig, Víkingur Ólafsvík hefur 31 stig og Þór 30 stig. 

Þróttur siglir svo lygnan sjó með 26 stig í fimmta sæti og Fram er sæti neðar með 20 stig. 

ÍR skaust upp fyrir Leikni með sigrinum í kvöld og hefur 16 stig í sjöunda sæti og Leiknir er með stigi minna í áttunda sæti. 

Leiknir er þremur stigum frá fallæsti, en Magni situr í næst neðsta sæti með 12 stig og Selfoss er á botninum með 11 stig. Haukar eru í níunda sæti með 14 stig og Njarðvík í því níunda með 13 stig. 

Úrslit og markaskorarar eru fengin af fotbolta.net.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

„Ekki hægt að biðja um betri byrjun“

Íslenski boltinn

Elín Metta með tíu landsliðsmörk

Íslenski boltinn

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

Auglýsing

Nýjast

Boateng til Barcelona

NFL-stjarna kíkti á Gullfoss

Fyrsta tap Kristjáns kom gegn Noregi

Elín Metta á skotskónum á Spáni

Veðja aftur á varaliðsþjálfara Dortmund

Hilmar hafnaði í 20. sæti

Auglýsing