Leiknum lauk með 3-2 sigri Bayern Munchen og í viðtali eftir leik var hinn 18 ára gamli Bellingham harðorður í garð dómara leiksins, Felix Zwayer.

Leikmenn vildu Dortmund fá dæmda vítaspyrnu á Bayern en var neitað um þá skömmu áður en Bayern fékk vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hendi Mats Hummels, varnarmanns Dortmund innan vítateigs. Robert Lewandowski, framherji Bayern Munchen, tók vítaspyrnuna og tryggði liðinu 3-2 sigur.

,,Þeir láta dómara, sem hefur hagrætt úrslitum áður, dæma stærsta leik tímabilsins í Þýskalandi. Við hverju eru menn að búast?" sagði Bellingham í viðtali við Viaplay eftir leik.

Með sigrinum náði Bayern Munchen fjögurra stiga forskoti á Dortmund á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Bellingham er ósáttur með vítaspyrnudóminn sem varð til þess að Lewandowski tryggði Bayern sigur.

,,Mér fannst þetta ekki vera vítaspyrna. Hummels er ekki einu sinni að horfa á boltann, hann er að berjast um að ná til hans og boltinn fer í hann," sagði Bellingham sem sagðist vera ósáttur með margar ákvarðanir Felix í leiknum.

Þýska knattspyrnusambandið hafa látið Bellingham vita af því að sambandið vilji fá útskýringar frá honum um þessi ummæli eins fljótt og auðið er. Í kjölfarið á því mun sambandið síðan ákveða næstu skref.

Michael Zorc, yfirmaður knattspyrnumála hjá Dortmund, segir að félagið standi við bakið á Bellingham í þessum efnum. ,,Hann var mjög vonsvikinn og nefndi aðeins vitaðar staðreyndir," sagði Zorc í viðtali eftir leik.

Ummæli Bellinghams um að dómarinn Felix Zwayer hafi hagrætt úrslitum áður, eru ekki úr lausu lofti gripin. Árið 2005 var Zwayer fundinn sekur af því að hafa tekið við mútum fyrir leik í í næst efstu deild Þýskalands. Zwayer var aðstoðardómari í þeim leik og var á sínum tíma dæmdur í sex mánaða bann.