Guð­laugur Þór Þórðar­son, um­hverfis- orku og lofts­lags­ráð­herra, var gestur vikunnar á­samt Herði Snævari Jóns­syni, í­þrótta­stjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl í í­þrótta­heiminum.

Meðal annars stór­frétt vikunnar en Guð­mundur Guð­munds­son og HSÍ komust að sam­komu­lagi að því að binda enda á sitt sam­starf og lýkur því lands­liðs­þjálfara­skeiði Guð­mundar með ís­lenska karla­lands­liðið í hand­bolta.

Um­ræða um það hver tekur við lands­liðinu er komin á fullt og spurði Bene­dikt Bóas gesti sína að akkúrat þeirri spurningu.

Hver tekur við?

„Dagur Sigurðs­son eða?“ svaraði Hörður þá og sagði Bene­dikt á móti að það væri ein­hvern veginn draumur allra.

„Hann er ein­hvern veginn maður fólksins. Það er svo fyndið, þegar að maður er að spyrja fólk að þessu á förnum vegi, það svara flestir Dagur. Hann er með svaka nær­veru, góður í sjón­varpi, það vilja allir hann.“

Svo eru aðrir í púllíunni, þar á meðal Snorri Steinn Guð­jóns­son sem hefur náð eftir­tektar­verðum árangri með Vals­menn.

„Þetta snýst náttúru­lega að mörgu leiti um að Dagur er samnings­bundinn Japan fram á mitt næsta ár,“ bætti Hörður við. „Ætli hann þurfi ekki að taka á sig svona 70% launa­lækkun taki hann við lands­liðs­þjálfara­starfinu hér heima, það gæti haft á­hrif. „En Dagur virðist vera kostur flestra.“

Guð­laugur Þór lagði þá orð í belg:

„Mér finnst frá­bært að við séum með val­kosti í þessum efnum, að menn sem hafa staðið sig mjög vel og gert vel fyrir Ís­land séu nú orðnir góðir þjálfarar.“

Fyrr í um­ræðunni hafði verið varpað ljósi á sögu­sagnir sem hafa ein­kennt um­ræðuna um starfs­lok Guð­mundar í vikunni. Að ein­hverjir af lykil­mönnum lands­liðsins hafi látið HSÍ vita að þeir nenntu ekki lengur að vinna með Guð­mundi.

„Ef það er staðan, þá gæti kannski verið skyn­sam­legt að fá ein­hvern utan­að­komandi aðila inn í þetta. Ein­hvern sem er bara að kynnast öllum leik­mönnum upp á nýtt.“

Nánari um­ræðu um þjálfara­mál ís­lenska lands­liðsins í hand­bolta má sjá hér fyrir neðan: