Stefán Árni Pálsson íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport og blaðamaður á Vísi var gestur í íþróttavikunni hjá Benna Bó á Hringbraut á föstudagskvöld. Með honum var Hörður Snævar Jónsson fréttastjóri íþrótta hjá miðlum Torgs.

Byrjað var á að ræða það mikla handboltafár sem nú er á Íslandi í aðdraganda HM í janúar og svo í kringum Evrópuleiki Vals.

„Það er geggjað að fylgjast með peppinu sem er í kringum þetta Vals lið, maður getur varla beðið eftir leiknum við Flensburg," sagði Hörður Snævar.

Íslenska landsliðið er til alls líklegt í janúar að ná árangri að mati Stefáns. „Mér finnst allt í lagi að setja kröfu á þetta lið, þá bara misheppnast það. Við erum með einn af þremur bestu handboltamönnum í heimi í Ómari Inga. Við höfum reynsluna í Aroni Pálmarssyni sem er einn sá besti í heimi," segir Stefán.

„Okkar vegir eru færir að fara í undanúrslit.“

Nánari umræðu um handboltann má sjá hér að ofan.