Fótbolti

Hvíla leikmenn fyrir leikinn gegn Liverpool

Franska félagið PSG hvílir stærstu stjörnu sínar, hinn brasilíska Neymar ásamt því að Kylian Mbappe tekur út leikbann og ættu þeir því að mæta úthvíldir í leikinn gegn Liverpool á þriðjudaginn.

Cavani ferðaðist með liðinu en Mbappe og Neymar eru fjarverandi og fá hvíld fyrir leikinn gegn Liverpool. Fréttablaðið/Getty

Franska félagið PSG hvílir stærstu stjörnu sínar, hinn brasilíska Neymar ásamt því að Kylian Mbappe tekur út leikbann og ættu þeir því að mæta úthvíldir í leikinn gegn Liverpool á þriðjudaginn.

Franska félagið mætir Saint-Etienne á útivelli í dag og nýtti Thomas Tuchel, þjálfari PSG, tækifærið til að hvíla Neymar eftir að hann lék í báðum æfingarleikjum brasilíska landsliðsins á dögunum.

Þá tekur Mbappe út leikbann í dag en Eric-Maxim Choupo-Moting sem samdi nýlega við félagið eftir vistaskipti frá Stoke á Englandi fyrr á árinu gæti fengið eldskírn sína í kvöld.

Franska félagið mætir Liverpool í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn en ásamt þeim eru Napoli og Red Star Belgrade í riðlinum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Fótbolti

Svava og Þórdís til Svíþjóðar

Fótbolti

Jákvæð atriði þrátt fyrir tap

Auglýsing

Nýjast

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Vill sjá heilsteyptan leik hjá íslenska liðinu

Auglýsing