Syndum, nýtt lands­á­tak í sundi, var sett við há­tíð­lega at­höfn í Laugar­dals­laug í dag. Mark­miðið með á­takinu er að hvetja al­menning til að hreyfa sig með því að synda saman hringinn í kringum Ís­land.

Andri Stefáns­son, fram­kvæmda­stjóri Í­þrótta- og Ólympíu­sam­bands Ís­lands, og Björn Sigurðs­son, for­maður Sund­sam­bands Ís­lands, fluttu á­vörp við setninguna.

Í ræðu sinni hvatti Andri alla til að gera sund að sinni dag­legu hreyfingu. Þá sagði hann sund vera frá­bæra hreyfingu fyrir alla og hversu heppnir Ís­lendingar séu að hafa að­gang að fjölda sund­lauga um allt land.

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ hvatti alla til að gera sund að sinni daglegu hreyfingu.
Mynd/Aðsend

Þá þakkaði Björn Í­þrótta og Ólympíu­sam­bandi Ís­lands fyrir að standa að verk­efninu og benti á að sund væri ein vin­sælasta al­mennings­í­þrótt Ís­lendinga.

„Sundið fer vel með líkamann og við ættum að vera dug­leg að nýta okkur allar frá­bæru sund­laugarnar úti um allt land. Góð sund­laug er stolt bæjar­fé­lagsins,“ sagði Björn.

Á­huga­samir geta skráð sig og tekið þátt í á­takinu á heima­síðunni www.syndum.is. Þar geta þátt­tak­endur skráð metrana sem þeir synda, séð hversu marga hringi lands­menn hafa synt sem og vin­sælustu laugarnar. Þá geta þátt­tak­endur átt von á því að vera dregnir út og unnið til veg­legra verð­launa.

Allar nánari upp­lýsingar um verk­efnið er sömu­leiðis að finna á heima­síðu á­taksins Syndum, auk ýmiss annars fróð­leiks og upp­lýsinga um sund­laugar landsins.

Mark­miðið með á­takinu er að hvetja al­menning til að hreyfa sig með því að synda saman hringinn í kringum Ís­land.
Mynd/Aðsend