Fótbolti

Hver verður arftaki Ronaldos?

Forráðamenn Real Madrid þurfa að fylla í stórt skarð sem Cristiano Ronaldo skildi eftir við félagsskiptin til Juventus. Félagið hefur ekki keypt stórstjörnu í heimsklassa í fjögur ár en þarf líklegast að ná í 2-3 í sumar.

Ronaldo varð fjórum sinnum Evrópumeistari með Real Madrid. Fréttablaðið/Getty

Brotthvarf Cristiano Ronaldo frá Real Madrid skilur eftir risastórt skarð í leikmannahóp spænska stórveldisins. Níu ára dvöl Ronaldo í höfuðborg Spánar lauk á dögunum þar sem hann vann alls fimmtán titla.

Það er ljóst að Florentino Pérez og stjórn Real Madrid einfaldlega verða að finna aðra stórstjörnu til að fylla í skarð Ronaldo.

Hann er einn besti leikmaður sem hefur leikið fyrir félagið, eins og tölfræðin leiðir í ljós.

Skoraði Ronaldo 450 mörk í 438 leikjum í hvítri treyju Real eða 1,03 mark að meðaltali í leik og er erfitt að sjá nokkurn mann toppa það.

Næstur á þessum lista er goðsögnin Raul sem skoraði 323 mörk á sextán ára ferli sínum.

Pérez hefur haft hægt um sig undanfarin ár en fjögur ár eru síðan liðið keypti síðast stórstjörnu, James Rodriguez.

Þar áður fannst Pérez ekki leiðinlegt að kaupa stærstu stjörnur heimsins. Stuðningsmenn Real Madrid voru orðnir vanir að fá nýjar stjörnur árlega líkt og Gareth Bale, Kaka, Cristiano Ronaldo ásamt leikmönnum eins og Luís Figo, Zinedine Zidane, Ronaldo og David Beckham í upphafi stjórnartíðar Pérez.

Nokkrir sem koma til greina

Óvíst er um framhaldið hjá Bale og Benzema í Madrídarborg og gæti Julen Lopetegui, nýráðinn þjálfari liðsins, því þurft að kaupa inn nýja sóknarlínu í heild sinni. Hann ætti að fá úr nokkuð djúpum vösum að ráðstafa í nýja leikmenn og kæmi ekki á óvart ef hann fengi inn jafnvel þrjá sóknarsinnaða leikmenn.

Eden Hazard var strax orðaður við Real Madrid þegar í ljós kom að Ronaldo væri á förum frá Madrídarborg en það er orðrómur sem hefur tekið sig reglulega upp undanfarin fimm ár. Hinn 27 ára gamli Hazard lét hafa eftir sér í viðtali að hann líkt og alla aðra dreymdi um að leika fyrir Real Madrid einn daginn.

Liðsfélagarnir Neymar og Kylian Mbappe hjá PSG hafa báðir verið orðaðir við Real Madrid undanfarið ár. Neymar hefur daðrað við Real Madrid og er líklegra að hann stökkvi á tækifærið til að snúa aftur til Spánar en Mbappe er eflaust ósnertanlegur í Parísarborg.

Það verður erfitt að krækja í markahrókana tvo sem leika á Englandi, Harry Kane og Mohamed Salah, sem eru báðir nýlega búnir að skrifa undir nýja samninga hjá félögum sínum. 

Mestar líkur eru á að félagið geti sótt Robert Lewandowski, pólska framherjann frá Bayern München, en hann hefur lýst yfir að hann vilji yfirgefa félagið. Hann ætti að geta skorað nóg af mörkum á Spáni ef þjónustan er fyrir hendi en það dugar líklega ekki til, sérstaklega ef Bale heldur heim til Englands. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Fótbolti

Boateng verður ekki með í kvöld vegna veikinda

Fótbolti

Líklegt að Fabinho leiki við hlið Matip í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Fundarhöld um framtíð Sarri

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Auglýsing