Sigur­sælasta fim­leika­kona allra tíma, Simone Biles, verður fjarri góðu gamni í fjöl­þrautar­úr­slitum kvenna í á­halda­fim­leikunum á Ólympíu­leikunum í dag.

Biles, sem er fjór­faldur gull­verð­launa­hafi á Ólympíu­leikunum, hætti keppni í liða­keppni kvenna á þriðju­daginn vegna and­legs á­lags. Hún á­kvað einnig að draga sig úr fjöl­þrautar­úr­slitunum til að ein­beita sér að and­legri heilsu sinni.

Hin tuttugu og eins árs gamla Jade Car­ey kemur inn í fjöl­þrautar­úr­slitin fyrir Banda­ríska liðið en hún var í níunda sæti í for­keppninni.

Þrátt fyrir að Car­ey lenti í níunda sæti í for­keppni á hún inni mun erfiðari keppnis­æfingar sem hún reyndi við á æfingum í Tókíó og því verður á­huga­vert að sjá hvort hún reynir við þær á eftir.

Jade Carey mun keppa í úrslitunum í dag í fjarveru Biles.
Ljósmynd/AFP

Fjar­vera Biles gal­opnar keppnina í dag og eru þó nokkrar stelpur lík­legar til að taka gullið en Biles var í fyrsta sætinu eftir for­keppnina. Það verður einnig á­huga­vert að fylgjast með hverjar standast pressuna nú þegar gullið getur orðið allra, ef svo má að orði komast.

Hin tuttugu og tveggja ára gamla Rebe­ca Andrada frá Braislíu var í öðru sæti á eftir Biles í for­keppninni og þykir hún afar lík­leg til að gera gott mót á eftir.

Það munaði ekki nema um 0,4 fá Andra­de og Biles í for­keppninni er Biles vann með 57,731 stigi en Andrada fékk 57,399 stig.

Andrade var í öðru sæti eftir forkeppnina og er til alls líkleg á eftir.
Ljósmynd/AFP

Hin á­tján ára Sunisa Lee frá Banda­ríkjunum var þriðja inn í úr­slitin með 57,399 stig en hún sýndi það í for­keppninni að hún er til í slaginn og negldi allar fjórar æfingarnar sínar. Hún keppir einnig til úr­slita á ein­stökum á­höldum á tví­slá og jafn­vægis­slá.

Sunisa Lee er einstaklega öflug á tvíslá.
Ljósmynd/AFP

Angelina Melni­kova, sem var al­gjör leið­togi í rúss­neska liðinu er þær tóku gullið í liða­keppninni á þriðju­daginn, er einnig lík­leg til sigur en þessi reynslu­mikla tuttugu og eins árs gamla fim­leika­kona hefur unnið til fjölda verð­launa á heims­meistara- og heims­bikar­mótum á síðustu árum.

Hún var einnig í rúss­neska liðinu sem fékk silfur­verð­laun á Ólympíu­leikunum í Ríó.

Bandarísku stelpurnar eru oft sakaður um að vera ekki með nægilega fíngerðar hreyfingar en það verður seint sagt um Melnikovu.
Ljósmynd/AFP

Það verður á­huga­vert að fylgjast með hvort rúss­neska Ólympíu­sam­bandið rifjar upp gamla só­véska takta og reyni að koma hinni 16 ára Viktoríu Listunovu inn í úr­slitn í dag.

Listunova hefði verið efst á blaði hjá mörgum í dag til að taka titillinn af Biles en hún er ríkjandi Evrópu­meistari í fjöl­þraut.

Þrátt fyrir að hafa lent í sjötta sæti í for­keppninni fær hún ekki að keppa meðal þeirra bestu í dag þar sem hvert land má einungis senda tvo kepp­endur.

Hin unga en öfluga Listunova komst ekki í úrslitin.
Ljósmynd/AFP

Listunova átti ekki sinn besta dag í for­keppninni og enduðu landar hennar Urazova og Melni­kova ofar en hún í for­keppninni.

Rússar hafa áður skipt út keppanda í úr­slitunum til að eiga betri mögu­leika á sigri en á Ólympíu­leikunum í Bar­selóna 1992 skiptu Rússar (þá Sam­veldi sjálf­stæðri ríkja, U.S.S.R) út Rozali­a Gali­yeva fyrir Tati­tönu Gutsu en sú síðar­nefnda endaði á að vinna gullið í fjölþraut. Það verður að teljast ó­lík­legt að Rússar fari í einhverjar sambærilegar aðgerðir í dag enda frekar hart að taka úr­slitin af Urazova.

Fjölþrautarúrslit kvenna verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 10:45 í dag.