Jalen Hill, fyrrum leikmaður körfuboltaliðs UCLA er látinn, aðeins 22 ára að aldri. Frá þessu greindi fjölskylda hans í færslu á Instagram. Greint er frá málinu á vef ESPN.

Í færslunni er sagt frá því að Jalen hafi horfið sporlaust á Kosta-Ríka og að fjölskyldan hafi síðan fengið það staðfest að hann hefði fundist látinn.

„Hjörtu okkar eru brotin í þúsund mola er við greinum fjölskyldu okkar og vinum frá því að ástkær sonur okkar, Jalen er fallinn frá," stóð í færsu fjölskyldunnar á Instagram.

Í apríl fyrr á þessu ári greindi Jalen frá því að hann ætlaði sér að leggja körfuboltaskóna á hilluna eftir langa baráttu við kvíða og þunglyndi.