Peng Shuai steig fram þann 2. nóvember síðastliðinn og sagði fyrrum varaforsetann hafa neitt sig til að stunda kynmök með sér. Síðan þá hefur ekkert til hennar spurst

Ekki er vitað hvar Peng Shuai er niðurkomin né hver staða hennar sé.

Ein af þeim sem hefur lýst yfir áhyggjum af stöðunni er japanska tenniskonan Naomi Osaka sem hefur verið meðal fremstu tenniskvenna í heiminum undanfarin ár.

Naomi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún segir ritskoðun aldrei eiga rétt á sér. ,,Ég vona að Peng Shui og fjölskylda hennar séu örugg og á góðum stað. Ég er í sjokki gagnvart aðstæðum sem uppi eru komnar og sendi ást og ljóst til hennar," stóð í yfirlýsingu Naomi Osaka.

Stjórnvöld í Kína hafa ekki svarað ásökunum um aðild að hvarfi Peng Shuai. Fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína sem sér um samskipti við fjölmiðla utan Kína segist ekki hafa frétt af slíkum ásökunum.