Hand­knatt­leiks­deild Hauka hefur gert samning við Guð­mund Hólmar Helga­son um að leika með fé­laginu næstu tvö árin. Guð­mundur kemur til liðs við Hauka eftir yfir­standandi leik­tíð frá Sel­fossi þar sem hann hefur leikið frá árinu 2020.

Guð­mund Hólmar, sem verður 31 árs á árinu, þarf vart að kynna fyrir hand­bolta­á­huga­fólki en hann hóf ungur að árum að leika með liði Akur­eyrar í efstu deild en hann vann deildar­meistara­titilinn með þeim árið 2011. Guð­mundur lék síðan með Val frá 2013 til 2016 og varð hann deildar­meistari með liðinu 2015 og bikar­meistari 2016. Guð­mundur lék svo í at­vinnu­mennsku frá 2016 til 2020 en fyrri 2 árin með franska liðinu Ces­son Rennes og svo seinni 2 árin með austur­íska liðinu West Wien.

Guð­mundur á að baki eitt stór­mót með ís­lenska lands­liðinu en það var EM árið 2016 og eru lands­leikirnir sam­tals 25 talsins. Guð­mundur hefur verið einn af betri leik­mönnum Olís deildarinnar síðustu tíma­bil jafnt í vörn sem sókn. En Guð­mundur sem spilar ýmist sem vinstri skytta eða leik­stjórnandi hefur á yfir­standandi tíma­bili skorað 71 mark í 16 leikjum í deildinni auk þess er hann með 39 stoð­sendingar.

„Það er því mikið á­nægju­efni fyrir Hauka að fá eins öflugan leik­mann og Guð­mund til liðs við sig. Hann á án efa eftir að styrkja öflugt lið Hauka jafnt innan vallar sem utan,“ segir í tilkynningu frá Haukum.