Hundur var ó­vænt stjarna í æfingar­leik æfingar­leik Síle og Venesúela þegar hann hljóp inn á völlinn. Það var á 37 mínútu þegar leikurinn var stöðvaður tíma­bundið eftir að hundurinn hljóp inn á völlinn og lét öllum illum látum.

Hundurinn hljóp fyrst til mark­varðar Síle þar sem hann lagðist fyrir framan hana og virtist vilja klapp. Þegar leik­menn Síle reyndu að fá at­hygli hundsins skundaði hann í burtu við fagnaðar­læti að­dáanda og hljóp um allan völlinn.

Hundurinn varð strax stjarna leiksins en hann var fjar­lægður af vellinum þegar starfs­menn vallarins fönguðu hann.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hundur hleypur inn á völlinn í leik hjá Venesúela. Árið 2016 hljóp hundur inn á völlinn hjá tveimur félagsliðum frá Venesúela, sá hundur þurfti einnig að vera borinn af velli.