Hundur var óvænt stjarna í æfingarleik æfingarleik Síle og Venesúela þegar hann hljóp inn á völlinn. Það var á 37 mínútu þegar leikurinn var stöðvaður tímabundið eftir að hundurinn hljóp inn á völlinn og lét öllum illum látum.
Hundurinn hljóp fyrst til markvarðar Síle þar sem hann lagðist fyrir framan hana og virtist vilja klapp. Þegar leikmenn Síle reyndu að fá athygli hundsins skundaði hann í burtu við fagnaðarlæti aðdáanda og hljóp um allan völlinn.
Hundurinn varð strax stjarna leiksins en hann var fjarlægður af vellinum þegar starfsmenn vallarins fönguðu hann.
DOG ON THE PITCH 🤗
— B/R Football (@brfootball) June 26, 2022
(via @TNTSportsCL) pic.twitter.com/PMIjvbzzsq
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hundur hleypur inn á völlinn í leik hjá Venesúela. Árið 2016 hljóp hundur inn á völlinn hjá tveimur félagsliðum frá Venesúela, sá hundur þurfti einnig að vera borinn af velli.
GRANDE @gera_alcoba5, tratando al perrito con respeto para sacarlo del campo.#LibertadoresEnFD 🐶 💗 pic.twitter.com/8rBf084Srv
— FOX Deportes (@FOXDeportes) April 27, 2016