Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti fyrr í dag, er lagt til að hundrað milljónum til viðbótar verði ráðstafað í verkefni um nýja þjóðarhöll í innanhússíþróttum.

Frumvarpið minnist á að yfirvofandi séu framkvæmdir vegna nýrra þjóðarleikvanga í frjálsum íþróttum, knattspyrnu og inniíþróttum.

Í framhaldi af því sé í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar ákveðið að bæta hundrað milljónum við verkefnið um nýja þjóðarhöll í innanhússíþróttum.

Fyrr á þessu ári undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur undir viljayfirlýsingu um að nýj þjóðarhöll fyrir inniíþróttir myndi rísa í Reykjavík.

Fram kom að markmiðið væri að ný þjóðarhöll yrði tilbúin árið 2025.