Rætt var um mál Kristjáns Björns Ríkharðssonar, sem var á dögunum dæmdur í sex mánaða bann af KSÍ frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu vegna fölsunar leikskýrslu, í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó á dögunum.

ÍR-ingum grunaði að Víkingar hefðu telft fram ólöglegum leikmanni í viðureign liðanna í Lengjubikarnum í mars og sá grunur reyndist á rökum reistur. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar KSÍ og óumdeilt var að mati nefndarinnar að sá leikmaður sem tók þátt í umræddum leik fyrir hönd Víkings Ó. var ekki hlutgengur til þátttöku í þeim leik.

Benedikt Bóas, þáttastjórnandi Íþróttavikunnar segist aðeins hugsi yfir þessu. ,,Ég las yfirlýsingu Ólsara þar sem að sagt er að þetta hafi allt verið gert í samráði við ÍR, liðið sem þeir voru að spila við og allt virtist gert í mesta bróðerni...Svo fer þetta allt í skrúfuna og allt í einu er gamall maður kominn í sex mánaða bann?“

,,Það að ég ræni banka með samþykki þínu réttlætir ekkert glæpinn,“ svaraði Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs þá.

Nánari umræðu um málið má sjá hér fyrir neðan