For­múlu 1 sér­fræðingurinn Kar­un Chand­hok segir það alveg klárt að eftir afar slæma byrjun McLaren á tíma­bilinu muni liðs­maður þess, einn hæfi­leika­ríkasti öku­maður mótaraðarinnar fara að horfa í kringum sig.

Breski öku­maðurinn Lando Norris hefur verið hlið­hollur í gegnum árin en nú virðist vera komið að tíma­mótum á yfir­standandi tíma­bili. McLaren virðist bara hafa tekið skref aftur á bak milli tíma­bila.

Norris er einn af bestu öku­mönnum For­múlu 1, það dylst engum, og þrátt fyrir tæki­færi og á­huga áður frá öðrum liðum hefur hann haldið tryggð við McLaren.

Norris endaði í 17. sæti í fyrstu keppni tíma­bilsins um síðustu helgi, síðastur af þeim sem kláruðu keppnina.

Chand­hok, sem er For­múlu 1 sér­fræðingur Sky Sports veltir því nú fyrir sér hvort Norris hafi verið sniðugur og komið fyrir á­kvæði í fjögurra ára samningi sínum sem hann gerði við McLaren ný­lega.

,,Ég skal segja ykkur hver er farinn að hugsa um skipti til Ferrari eða Red Bull Ra­cing, það er hinn ungi Lando Norris," sagði Chand­hok í F1 hlað­varpi Sky Sports.

Slíkt verði þó ekki auð­velt því valinn maður er í hverju rúmi hjá þessum liðum og ljóst að hæfi­leikar Lando Norris eiga ekki heima í hvaða liði sem er í móta­röðinni.