Enski boltinn

Hughes í viðræðum við Southampton

Mark Hughes er kominn langt á veg í samningaviðræðum við Southampton um að taka við Dýrlingunum eftir brottrekstur Mauricio Pellegrini í gær. Southampton berst fyrir lífi sínu í deildinni eftir aðeins einn sigur í síðustu sautján leikjum.

Hughes þungur á brún á hliðarlínunni í síðasta leik sínum með Stoke. Fréttablaðið/Getty

Mark Hughes, fyrrum stjóri Manchester City, Stoke, Fulham, QPR, Blackburn og velska landsliðsins, er kominn í samningaviðræður við Southampton um að taka við liði Dýrlingana eftir brottrekstur Mauricio Pellegrino í gær.

Argentínumaðurinn Pellegrino var leystur undan störfum í gærkvöldi en undir hans stjórn vann Southampton aðeins einn af síðustu sautján leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Southampton berst fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni en þegar átta umferðir eru eftir eru Dýrlingarnir í 17. sæti, einu stigi fyrir ofan Crystal Palace og Stoke í fallsæti.

Hughes var sjálfum sagt upp störfum í byrjun þessa árs eftir óvænt tap gegn Coventry í enska bikarnum en undir hans stjórn var Stoke í fallbaráttu. Var hann búinn að stýra liði Stoke í fjögur og hálft ár þegar hann var rekinn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Terry gefur hvítu tígrisdýri pela

Enski boltinn

Manchester United riftir samningi Zlatan

Enski boltinn

„Keane leit út eins og Jack Nicholson í The Shining“

Auglýsing
Auglýsing