Enski boltinn

Hughes í viðræðum við Southampton

Mark Hughes er kominn langt á veg í samningaviðræðum við Southampton um að taka við Dýrlingunum eftir brottrekstur Mauricio Pellegrini í gær. Southampton berst fyrir lífi sínu í deildinni eftir aðeins einn sigur í síðustu sautján leikjum.

Hughes þungur á brún á hliðarlínunni í síðasta leik sínum með Stoke. Fréttablaðið/Getty

Mark Hughes, fyrrum stjóri Manchester City, Stoke, Fulham, QPR, Blackburn og velska landsliðsins, er kominn í samningaviðræður við Southampton um að taka við liði Dýrlingana eftir brottrekstur Mauricio Pellegrino í gær.

Argentínumaðurinn Pellegrino var leystur undan störfum í gærkvöldi en undir hans stjórn vann Southampton aðeins einn af síðustu sautján leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Southampton berst fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni en þegar átta umferðir eru eftir eru Dýrlingarnir í 17. sæti, einu stigi fyrir ofan Crystal Palace og Stoke í fallsæti.

Hughes var sjálfum sagt upp störfum í byrjun þessa árs eftir óvænt tap gegn Coventry í enska bikarnum en undir hans stjórn var Stoke í fallbaráttu. Var hann búinn að stýra liði Stoke í fjögur og hálft ár þegar hann var rekinn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Liverpool áfram taplaust á toppnum

Enski boltinn

De Bruyne stefnir á að ná leiknum gegn Man United

Enski boltinn

Mendy sviptur ökuleyfi í eitt ár

Auglýsing

Nýjast

Fram fer vel af stað

ÍR nældi í sín fyrstu stig í vetur

Magni sendi ÍR niður um deild

Nýliðarnir unnu báðir í leikjum sínum

Berglind Björk skoraði tvö og varð markahæst

Afturelding og Grótta fara upp

Auglýsing