Handboltasambandið ákvað í dag að fresta öllum leikjum næstu vikurnar á meðan samkomubann stjórnvalda ríkir vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

HSÍ fetar með því í fótspor KSÍ sem ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum.

Íslensk stjórnvöld tilkynntu í dag að samkomubann yrði sett á eftir helgi sem myndi þýða að áhorfendur væru bannaðir á leikjum.

Nokkrir leikmenn í deildinni hafa verið í sóttkví og var því ákvörðun tekin um að fresta öllum leikjum í bili.