Enski boltinn

Hringurinn þrengist í stjóraleit Arsenal

Forráðamenn Arsenal sitja nú á rökstólum og skeggræða hver sé hentugasti arftaki Arsene Wenger sem knattspyrnustjóri liðsins. Talið er að Mikel Arteta, fyrrverandi fyrirliði liðsins og Ju­li­an Nag­els­mann, knattspyrnustjóri Hoffenheim, séu líklegastir til þess að hreppa hnossið.

Mikel Arteta við störf sem þjálfari hjá Manchester City. Fréttablaðið/Getty

Forráðamenn Arsenal sitja nú á rökstólum og skeggræða hver sé hentugasti arftaki Arsene Wenger sem knattspyrnustjóri liðsins. Talið er að Mikel Arteta, fyrrverandi fyrirliði liðsins og Ju­li­an Nag­els­mann, knattspyrnustjóri Hoffenheim, séu líklegastir til þess að hreppa hnossið. 

Wenger hafði stýrt Arsenal í 22 ár þegar stjórn félagsins ákvað að komið væri gott núna í vor. Ýmsir aðilar hafa verið nefndir til sögunnar til þessa að taka við skútunni hjá Arsenal. 

Til að mynda Patrick Vieira, fyrrverandi fyrirliði Arsenal, Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, og Luis Enrique, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona. 

Haft hefur verið eftir þeim aðilum sem stýra ferlinu í leit að framtíðar knattspyrnustjóra Arsenal að félagið þurfi að vera djarfir í vali sínu á manni í starfið. Þykir það renna undir stoðum undir það að hinn reynslulitli Arteta eða hinn ungi Nagelsmann hljóti starfið. 

Forráðamenn Arsenal vilja vera búnir að búa um hnútana um það hver verður knattspyrnustjóri Arsenal næstu árin áður en HM í knattspyrnu karla hefst í Rússlandi í sumar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

City að kaupa ungan króatískan miðjumann

Enski boltinn

Aron Einar að fá nýjan liðsfélaga frá Everton

Enski boltinn

Bielsa segist hafa njósnað um öll lið deildarinnar

Auglýsing

Nýjast

Íslandi dugar jafntefli í dag

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

Auglýsing