Jack Greal­ish, lands­liðs­maður Eng­lands í knatt­spyrnu sem og leik­maður Manchester City upp­fyllti lof­orð sitt við ungan strák sem glímir CP-hreyfi­hömlun með því að fagna marki sínu að hætti stráksins á HM í Katar.

Greal­ish hafði áður hitt Fin­lay Fisher, sem glímir líkt og systir Greal­ish við CP-hreyfi­hömlun, í her­búðum Manchester City og það var sú stað­reynd sem varð til þess að á endanum fékk Fin­lay tæki­færi til þess að hitta Greal­ish.

CP-hreyfi­hömlun er al­gengasta tegund hreyfi­hamlana meðal barna. Þá er hreyfi­þroskinn af­brigði­legur og seinkaður vegna skaða eða á­falls á stjórn­stöðvar hreyfinga í heila. Fötlunin er marg­breyti­leg. Til eru börn með CP sem hreyfa sig og þroskast næstum eðli­lega meðan önnur börn með CP þurfa að­stoð við nánast allar at­hafnir dag­legs lífs.

Enska knatt­spyrnu­stjarnan hafði lofað Fin­lay að taka upp fagn hans ef hann myndi skora á HM í Katar og það varð raunin strax í fyrsta leik enska lands­liðsins á HM.

Greal­ish skoraði eitt marka Eng­lands í 6-2 sigri liðsins gegn Íran í fyrstu um­ferð riðla­keppni HM og í gær hringdi hann mynd­sím­tal í Fin­lay sem mun án efa snerta hjarta­rætur hjá fólki.

Fin­lay var ný­kominn af sjúkra­húsi og rétt náði lands­leik Eng­lands sem og fagni Grealish en sím­tal hans og Greal­ish má sjá hér fyrir neðan.