Sjónvarpsstöðin Hringbraut og ÍTF (Íslenskur toppfótbolti) hafa gengið frá samkomulagi þess efnis um að Lengjudeild karla verði með heimili á Hringbraut í sumar.
Hringbraut var með markaþátt eftir hverja umferð í Lengjudeild karla á síðasta ári og verður sami háttur á í ár. Að auki verður einn leikur úr hverri umferð í beinni útsendingu á Hringbraut sem er í opinni dagskrá.
Því verður um að ræða 22 beinar útsendingar frá leikjum Lengjudeildarinnar og 22 markaþætti þar sem farið verður yfir alla leikina í hverri umferð.
„Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi, síðasta sumar var góð reynsla en meira verður lagt í hlutina í ár. Lengjudeild karla verður eina deildarkeppnin á Íslandi sem er í opinni dagskrá. Það er mikið af stórum félögum í deildinni og við eigum von á skemmtilegu sumri. Það verður gaman að geta boðið fólkinu í landinu upp á beinar útsendingar í opinni dagskrá," segir Hörður Snævar Jónsson fréttastjóri íþróttadeildar Torgs.
Torg er eigandi Hringbrautar en að auki eru Fréttablaðið og DV undir sama hatti, Lengjudeildinni verða gerð góð skil í blaði Fréttablaðsins sem og á vef og þá verður ítarleg umfjöllun um Lengjudeildina á vef DV.
Leikirnir sem verða í beinni útsendingu í upphafi móts
1. umferð
Laugardaginn 7 maí klukkan 14.00 - Grótta - Vestri
2 umferð
Föstudaginn 13 maí klukkan 19:15 - Kórdrengir - Fylkir
3 umferð
Föstudaginn 20 maí klukkan 19:15 - Afturelding - Selfoss