Hreiðar Levy Guðmundsson sem varið hefur mark Gróttu undanfarin ár hefur fengið félagaskipti yfir í Val og mun leika með liðinu í Olísdeild karla í handbolta á næsta keppnistímabili.

Skiptin eru hluti af ögn stærri fléttu en Hreiðar Levy gekk fyrst til liðs við Selfoss. Valur og Selfoss skiptu svo um markverði á lánssamningum en Einar Baldvin Baldvinsson mun leika með Selfossi og Hreiðar fyrir Val.

Hjá Valsliðinu mun Hreiðar Levy veita Daníel Frey Andréssyni samkeppni um markmannsstöðuna næsta vetur.

Hreiðar Levy er 38 ára gam­all sem á að baki 146 leiki með ís­lenska landsliðinu.