Þrátt fyrir að Tia-Clair Toomey, fimmfaldur sigurvegari á Heimsleikunum í CrossFit hafi tryggt Ástralíu keppnisrétt í tveggja manna bobsleðakeppni á Vetrarólympíuleikunum var hún ekki valin sem fulltrúi Ástrala bobsleðakeppninni í Beijing.

Toomey keppti ásamt Ashleigh Werner í undankeppni fyrir Ólympíuleikana þar sem góður árangur Toomey og Werner tryggði Ástralíu keppnisrétt á Vetrarólympíuleikunum.

Þrátt fyrir það ákvað Ástralía að senda annað teymi til Beijing sem var ofar á heimslistanum, þær Bree Walker og Kiara Reddingius. Walker mun einnig keppa í einstaklings bobsleða keppni.

Með því er ljóst að Toomey verður ekki meðal þátttakenda í Beijing en hún hefur áður keppt á Sumarólympíuleikunum þar sem hún keppti fyrir hönd Ástralíu í kraftlyftingum.

Hún getur því einbeitt sér að undirbúningi fyrir heimsleikana í CrossFit sem fara fram síðar á þessu ári.

Hún gæti orðið fyrsta manneskjan til að bera sigur úr býtum sex sinnum í einstaklingskeppni síðar á þessu ári, takist henni að hljóta nafnbótina hraustasta kona heims sjötta árið í röð.