Mexíkóski hnefaleikakappinn Canelo Alvarez hefur hótað argentínsku knattspyrnustjörnunni Lionel Messi og sakar hann um vanvirðingu við Mexíkó í kjölfar 2-0 sigurs Argentínu á Mexíkó á HM í Katar um nýliðna helgi.
Argentínumenn stigu upp eftir óvænt tap gegn Sádi-Arabíu í fyrstu umferð mótsins og unnu góðan sigur á Mexíkó í þeirri annarri.
Léttirinn var greinilega mikill í leikmannahópi liðsins og voru fagnaðarlætin gífurleg í leikslok í búningsklefa liðsins.
Myndskeið af fagnaðarlátunum í búningsklefa Argentínu fór í dreifingu á samfélagsmiðlum og mátti þar meðal annars hjá Messi ýta frá sér
landsliðsbúningi Mexíkó, sem hann hafði fengið hjá leikmanni liðsins, með fætinum.
Þetta myndskeið reitti hnefaleikakappann Canelo Alvarez til reiði. ,,Hann ætti að biðja til guðs að ég finni hann ekki," skrifaði Canelo meðal annars í færslu á Twitter.
Canelo Alvarez is furious with Lionel Messi because he appeared to kick a Mexico shirt on the floor during the celebrations after their World Cup match… pic.twitter.com/FWImZxHhhE
— Michael Benson (@MichaelBensonn) November 28, 2022
Canelo had some strong words for Messi after seeing his locker room celebration 👀
— ESPN Ringside (@ESPNRingside) November 28, 2022
(via @canelo, nicolasotamendi30/IG) pic.twitter.com/emRRHK1nGO