Alþjóðatennissambandið er með það til skoðunar að beita mótshöldurum Wimbledon refsingum fyrir að útiloka Rússa og Hvít-Rússa frá elsta og virtasta tennismóti heims.

Meðal þess sem hefur verið rætt meðal leikmannanna sem sitja í stjórninni fyrir hönd leikmannasamtakanna er fjarlægja stigagjöfina (e. ranking points) sem telur á styrkleikalista sambandsins.

Þar sem mótið er eitt af fjórum risamótum ársins fær sigurvegari Wimbledon á hverju ári tvö þúsund stig á styrkleikalistanum

Mótshaldarar tilkynntu í síðasta mánuði ákvörðun sína að meina Rússum og Hvít-Rússum þátttöku á Wimbledon í ár í kjölfarið af innrás Rússa í Úkraínu.

Með því varð ljóst að Daniil Medvedev sem er í öðru sæti heimslistans gæti ekki tekið þátt né landar Daniil, Andrey Rublev og Anastasia Pavlyuchenkova sem unnu til gullverðlauna á Ólympíuleikunum.