Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gert þriggja ára samning við Höskuld Gunnlaugsson en félagið greindi frá þessu í dag. Höskuldur sem er 25 ára gamall er uppalinn Bliki en hann á að að baki 139 leiki með félaginu og hefur skorað í þeim 33 mörk.

Höskuldur var um mitt sumar árið 2017 var seldur til Halmstad BK í Svíþjóð en þaðan kom hann á láni til Blika síðasta sumar. Þann tíma sem hann lék með Breiðabliki á síðasta keppnistímabili skoraði hann 14 mörk í öllum keppnum.

„Við erum afskaplega ánægðir að fá Höskuld í okkar raðir. Hann hefur sýnt það að hann er algjör lykilmaður í liðinu, mikill karkater og frábært fordæmi fyrir yngri leikmennina." segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blikaliðsins um nýjasta liðsmann sinn.

Breiðablik hefur fengið til liðs við sig fjóra leikmenn eftir að Óskar Hrafn tók við stjórnartaummunum hjá Kópavogsliðinu en áður höfðu Anton Orri Einarsson, Róbert Orri Þorkelsson, Oliver Sigurjónsson og nú Höskuldur komið í herbúðir Breiðabliks.