Heimamaðurinn Matthew Longstaff skoraði eina mark leiksins þegar Newcastle vann 1-0 sigur á Manchester United í dag.

Með sigrinum fer Newcastle upp í fimmtánda sætið en Manchester United er í tólfta sæti með níu stig eftir átta leiki.

Gestirnir frá Manchester voru líklegri fyrir framan markið framan af en eina mark leiksins kom um miðbik seinni hálfleiks.

Eftir góða skyndisókn átti Longstaff skot sem David de Gea réð ekki við í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Uppskera Manchester United í síðustu fimm leikjum er því tvö töp, tvö jafntefli og naumur sigur á Rochdale í deildarbikarnum.