Til dæmis reima ég alltaf skóna áður en ég fer og heilsa ritaraborðinu rétt fyrir leik. Svo er annað sem ég geri. Ég horfi alltaf aðeins upp í rjáfur á þeim húsum sem ég dæmi í áður en ég tek dómarakastið fyrir leik og hugsa um leið til þeirra sem ég sakna og eru horfnir á braut, til að mynda foreldra minna," segir Sigmundur í samtali við Fréttablaðið.

Sigmundur Már Herbertsson er einn reyndasti körfuknattleiksdómari Íslands og varð á dögunum leikjahæsti dómari Íslandssögunnar er hann dæmdi sinn 2.054. leik fyrir Körfuknattleikssamband Íslands.

Hann segir ástina á íþróttinni helstu ástæðu þess að hann hefur dæmt svo lengi.„Ég byrjaði að æfa körfubolta í kringum tíu ára aldurinn og síðan þá hef ég ekki slitið mig frá íþróttinni. Hjá mér hefur þetta orðið að lífsstíl og eftir að ég varð dómari horfi ég allt öðruvísi á leikinn,“ segir Sigmundur sem segist alltaf vera að læra nýja hluti í tengslum við starf sitt.

„Ég er enn þá að sjá og upplifa nýja hluti í þessu starfi. Það er það sem heldur manni gangandi í þessari íþrótt. Ég er náttúrlega mjög hlutdrægur en mér finnst þessi íþrótt bera af öðrum íþróttum. Ástin sem ég ber til hennar er mjög mikil," sagði Sigmundur Már Herbertsson, körfuknattleiksdómari í samtali við Fréttablaðiðið.

Langt og ítarlegt viðtal við Sigmund Má Herbertsson, körfuknattleiksdómara, birtist í Fréttablaðinu föstudaginn 26. nóvember. Viðtalið í heild sinni birtist á vef Fréttablaðsins á sunnudaginn.

,,Ég horfi alltaf aðeins upp í rjáfur á þeim húsum sem ég dæmi í áður en ég tek dómarakastið fyrir leik og hugsa um leið til þeirra sem ég sakna og eru horfnir á braut, til að mynda foreldra minna,"
Eyþór Árnason/Fréttablaðið